Fréttir

Dælan ehf. braut lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með auglýsingum sínum um að bensínstöðvar þeirra bjóði upp á lægsta verð á höfuðborgarsvæðinu.
Neytendastofa rannsakaði eftirfarandi fullyrðingar úr markaðsherferð Dælunnar og gerði athugasemd við framsetningu á verðtöflu á vefsíðu Dælunnar þar sem misræmi var á milli töflunnar og skýringartexta.
„Lægsta verðið í Kópavogi á Dælunni“„Við höfum sama lága verðið á öllum stöðvum Dælunnar sem er lægsta meðalverðið hjá íslensku olíufélögunum samkvæmt bensinverd.is“„Dælan býður lægsta meðalverðið á eldsneyti meðal allra íslensku olíufélaganna, á 5 stöðum á höfuðborgarsvæðinu“„Dælan býður viðskiptavinum sínum upp á besta mögulega eldsneytisverð hverju sinni“Ekki skýrt að Costco væri undanskilið„Þá telur stofnunin fullyrðingu Dælunnar um besta mögulega eldsneytisverð hverju sinni mjög afdráttarlausa fullyrðingu sem sé villandi þar sem hvergi er að finna skýringu á því að átt sé við besta verðið sem Dælan getur boðið hverju sinni.“Dælan svaraði stofnuninni um að misræmi fullyrðingar um lægsta verð í Kópavogi hafi orðið vegna ítrekaðra og hraðra verðbreytinga keppinauta. Á einhverjum tímapunkti hafi ekki verið búið að sækja nýjustu gögn eða Dælan ekki búin að lækka verð sitt til móts við verð keppinauta.
Varðandi fullyrðingu um lægsta meðalverð íslensku olíufélaganna þá sé meðalverð þeirra tekið og borið saman við meðalverð Dælunnar að undanskildu Costco, enda sé Costco hvorki íslenskt né olíufélag og birti ekki verð sitt á bensinverd.is.
Þá sé miðað við meðalverð á höfuðborgarsvæðinu en ekki á landsbyggðinni þar sem Dælan sé aðeins á höfuðborgarsvæðinu. Þá tiltók Dælan að þegar félagið segist bjóða besta mögulega eldsneytisverð hverju sinni þá sé vísað til almennra rekstrar- og markaðsaðstæðna, innkaupsverðs, útsöluverðs samkeppnisaðila, skatta, gjalda og fleira.
Varðandi athugasemd Neytendastofu um misræmi í texta og verðtöflu á vefsíðu Dælunnar þá hefur komið fram í skýringum félagsins að misræmið mætti rekja til mistaka við uppfærslu en birtist aðeins þegar vafraglugginn hafi verið skalaður niður en ekki þegar hann hafi verið í fullri stærð. Þetta hafi verið leiðrétt um leið og Dælunni urðu mistökin ljós.
Lesa fréttHeildarlaun upplýsingafulltrúa í sjö ráðuneytum og undirstofnunum þeirra námu tæplega 249 milljónum króna á síðasta ári, eftir 9% hækkun kostnaðarins frá árinu 2019, samkvæmt svörum við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar þingmanns Miðflokksins á Alþingi.
Lesa fréttTilnefningarnefnd VÍS auglýsir eftir framboðum eða tilnefningum til stjórnar VÍS vegna aðalfundar félagsins sem haldinn verður föstudaginn 19. mars 2021.
Lesa fréttTilnefningarnefnd Regins hf. auglýsir eftir framboðum og tilnefningum til stjórnar Regins fyrir aðalfund félagsins sem haldinn verður miðvikudaginn 10. mars 2021.
Lesa fréttHagnaður TM fyrir skatta nam 2,1 milljarði á síðasta ársfjórðungi samkvæmt drögum að uppgjöri fjórðungsins, og var samkvæmt því um 1,5 milljarði meiri en spáð hafði verið. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu sem TM sendi kauphöllinni nú síðdegis.
Lesa fréttBjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagðist telja hugmyndafræðilegan ágreining útskýra áhyggjur þingmanna af sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka, á Alþingi nú síðdegis þar sem hann stóð fyrir svörum vegna málsins.
Þar spurðu þingmenn úr stjórnarandstöðunni Bjarna að því hvers vegna málið væri borið upp nú og hvernig ætti að nýta söluandvirðið á hlutnum. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, sagðist vera engu nær um það hvernig ætti að nýta söluandvirðið eftir svör Bjarna.
„Ég er engu nær. Veirufárið kostar ríkissjóð um milljarð á dag í útgjöld og tapðar tekjur,“ sagði Ólafur. Hann sagði söluandvirðið vera 35-40 milljarða króna, sem ef allt færi í rekstur myndi dekka mánuð af fjártjóni ríkissjóðs.
Bjarni sagði að ef þingmenn væru sammála um að hér væri á ferðinni arðbær eign, hlytu þeir þá að hafa trú á því að fyrir hann fengist sanngjarnt verð á markaði.
„Ég verð að spyrja mig áleitinna spurninga um það hvort við getum ekki að lágmarki verið sammála um það að ef eignin er góð, því hærra verð til ríkissjóðs. Við erum ekki að afhenda neitt, við erum að selja. Menn spyrja sig í hvað á að nýta endurgjaldið. Má ég vekja athygi á því að ríkissjóður er á þessu ári rekinn með 40 prósenta halla. Heildarvirði bankans eftir að hann verður skráður, heildarvirðið losar örugglega vel rúmlega 100 milljarða og það munar um þá fjárhæð.“
Lesa fréttBjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagðist telja hugmyndafræðilegan ágreining útskýra áhyggjur þingmanna af sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka, á Alþingi nú síðdegis þar sem hann stóð fyrir svörum vegna málsins.
Þar spurðu þingmenn úr stjórnarandstöðunni Bjarna að því hvers vegna málið væri borið upp nú og hvernig ætti að nýta söluandvirðið á hlutnum. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, sagðist vera engu nær um það hvernig ætti að nýta söluandvirðið eftir svör Bjarna.
„Ég er engu nær. Veirufárið kostar ríkissjóð um milljarð á dag í útgjöld og tapðar tekjur,“ sagði Ólafur. Hann sagði söluandvirðið vera 35-40 milljarða króna, sem ef allt færi í rekstur myndi dekka mánuð af fjártjóni ríkissjóðs.
Bjarni sagði að ef þingmenn væru sammála um að hér væri á ferðinni arðbær eign, hlytu þeir þá að hafa trú á því að fyrir hann fengist sanngjarnt verð á markaði.
„Ég verð að spyrja mig áleitinna spurninga um það hvort við getum ekki að lágmarki verið sammála um það að ef eignin er góð, því hærra verð til ríkissjóðs. Við erum ekki að afhenda neitt, við erum að selja. Menn spyrja sig í hvað á að nýta endurgjaldið. Má ég vekja athygi á því að ríkissjóður er á þessu ári rekinn með 40 prósenta halla. Heildarvirði bankans eftir að hann verður skráður, heildarvirðið losar örugglega vel rúmlega 100 milljarða og það munar um þá fjárhæð.“
Lesa fréttIcelandair hækkar mest í næstmestu viðskiptum dagsins á hlutabréfamarkaði, eða um 4% í 397,7 milljóna króna viðskiptum, og nam lokagengi bréfa flugfélagsins 1,56 krónum.
Lesa fréttToday, Landsbankinn concluded a covered bond auction where three series were offered for sale.
Lesa fréttLandsbankinn lauk í dag útboði sértryggðra skuldabréfa þar sem þrír flokkar voru boðnir til sölu.
Lesa fréttArion banki hagnaðist um sex milljarðar króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og nemur arðsemi félagsins 12% á ársgrundvelli að því er fram kemur í afkomutilkynningu frá bankanum. Þar segir að afkoman sé umtalsvert umfram fyrirliggjandi spár greiningaraðila og hærri en á síðustu fjórðungum.
Lesa fréttVel hefur gengið hjá kynlífstækjaversluninni Blush undanfarið en félagið BSH15 ehf. sem heldur utan um rekstur fyrirtækisins hagnaðist um 40 milljónir á síðasta ári samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá.
Tekjur fyrirtækisins námu alls 221 milljón króna og eykst lítillega á milli ára eða um 10 prósent. Eignir félagsins námu 142 milljónir króna, eigið fé 115 milljónir króna en skuldir voru um 26 milljónir. Langtímaskuldir voru engar.
BSH15 ehf. rekur bæði netverslunina blush.is og verslunina Blush sem staðsett er í Hamraborg í Kópavogi.
Eigandi fyrirtækisins er Gerður Huld Arinbjarnardóttir en hún stofnaði kynlífstækjaverslunina Blush fyrir tíu árum þegar hún var 21 árs í fæðingarorlofi.Arðgreiðsla til Gerðar á rekstrarárinu 2019 nam rúmum 27 milljónum króna en hún er eini hluthafinn.
Í viðtali við Morgunblaðið í lok október á þessu ári sagði Gerður að kynlífstæki væru vissulega að rjúka út á meðan kórónuveirufaraldurinn gengur yfir. Sagði hún í viðtalinu að veltan væri að aukast um 30% frá fyrra ári.
Lesa fréttBankinn hefur sent frá sér jákvæða afkomuviðvörun en afkoma bankans á síðasta ársfjórðungi verði umtalsvert betri en spár greinenda gerðu ráð fyrir. Reiknuð arðsemi á árinu 2020 verður ríflega 12 prósent.
Lesa frétt
Drög að uppgjöri fjórða ársfjórðungs 2020 liggja fyrir og samkvæmt þeim mun afkoma fyrir skatta vera um 2,1 ma.kr. Hagnaður af rekstri fyrir skatta á árinu 2020 mun samkvæmt þessu vera um 3,4 ma.kr. og heildarhagnaður um 5,6 ma.kr.
Lesa fréttFyrsti þingfundur ársins hefst klukkan 15 í dag en meðal umræðuefna er sérstök umræða um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun flytja munnlega skýrslu.
Lesa fréttSigríður Þrúður Stefánsdóttir hefur verið ráðin mannauðsstjóri Kópavogsbæjar. Hún kemur til starfa hjá Kópavogsbæ frá Reykjavíkurborg þar sem hún starfar sem skrifstofustjóri á Mannauðs- og starfsumhverfissviði og stýrir starfsþróunar- og starfsumhverfismálum. Sigríður Þrúður var valin úr hópi tæplega 60 umsækjenda. Mannauðsstjóri mun veita mannauðsdeild forystu en það er ný deild hjá Kópavogsbæ.
Í tilkynningu frá Kópavogsbæ kemur fram að hún hafi einnig starfað sem mannauðstjóri hjá Marel og sem sérfræðingur og ráðgjafi á sviði mannauðsmála fyrir fjölmörg fyrirtæki og stofnanir. Þá hefur hún einnig starfað sem skólastjórnandi, verkefnisstjóri, framhaldsskólakennari og leiðbeinandi á háskólastigi á sviði mannauðsstjórnunar, fræðslu- og starfsþróunar, stefnumótunar, markaðsmála og stjórnendaþjálfunar. Hún er einnig stjórnendaþjálfari hjá Franklin Covey stjórnendaráðgjöf.
Sigríður er með meistarapróf á sviði mannauðsstjórnunar, stjórnunar og stefnumótunar en lauk BA Honours námi í ferðamálafræði. Hún er með kennsluréttindi og Diploma í markþjálfun. Hún er einnig með vottun frá Franklin Covey, stjórnendaráðgjöf sem þjálfari.
Lesa fréttMælt er gegn því að stórir kaupendur eigi hlut í samkeppnisaðilum bankans, né að þeir séu keppanautar hans sjálfir eða umsvifamiklir viðskiptavinir. Er þar átt sérstaklega við lífeyrissjóðina, sem uppfylla öll fyrrgreind skilyrði, en auk þeirra eru skuldsett eignarhaldsfélög í eigu einkafjárfesta sögð varhugaverðir kaupendur, með vísun í bankahrunið 2008.
Lesa fréttLilja Björg Ágústsdóttir hefur gengið til liðs við eigendahóp OPUS lögmanna. OPUS lögmenn er lögmannsstofa sem stofnuð var árið 2006 og er með tvær starfsstöðvar, eina í Austurstrætinu í Reykjavík og hina í Borgarnesi. OPUS lögmenn hafa verið þekktir fyrir að sinna ráðgjöf og öflugri hagsmunagæslu fyrir einstaklinga og fyrirtæki um árabil. Með innkomu Lilju í eigendahópinn er brotið blað í sögu stofunnar en hún er fyrsta kona sem verður eigandi síðan fyrirtækið var stofnað.
Lesa fréttLee Jae-yong, erfingi Samsung samstæðunnar, hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir spillingu en hæstiréttur í Suður-Kóreu dæmdi Lee í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir mútur, fjárdrátt og fyrir að leyna ágóða af afbrotastarfsemi þegar hann tók við sem yfirmaður samstæðunnar.
Lesa fréttSamtök atvinnulífsins fagna tillögu Bankasýslu ríkisins um að hefja söluferli á hluta af eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka og mættu fyrir fjárlaganefnd Alþingis síðastliðinn fimmtudag til að kynna sín sjónarmið varðandi tillöguna. SA telja tímasetningu almenns útboðs ákjósanlega og að almennt útboð fullnægi skilyrðum um gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni við sölu eignarhlutarins.
Tímasetningin er góð
Í mars síðastliðnum komust fjármálamarkaðir og allt efnahagslíf í uppnám vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Af þeim sökum er skiljanlegt að Bankasýsla ríkisins hafi dregið tillögu sína um sölu eignarhlutar í Íslandsbanka til baka á þeim tíma. Þróun mála síðan hefur þó verið með þeim hætti að rétt er að taka upp þráðinn að nýju. Fjármálamarkaðir hafa staðið storminn af sér og íslensku viðskiptabankarnir hafa einnig sýnt góðan viðnámsþrótt, enda eiginfjárhlutföll þeirra há, eins og reglur hérlendis kveða á um. Afkoma þeirra hefur verið umfram væntingar og hlutabréfaverð Arion banka náð nýjum hæðum. Þá er lausafjárstaða þeirra sterk, bæði í krónum og erlendum gjaldmiðlum.
Óvissa varðandi framvindu efnahagsmála hefur minnkað töluvert frá því í mars. Stuðningur yfirvalda við fjármagnsmarkaði víða um heim hefur stutt vel við hlutabréfaverð. Eini íslenski viðskiptabankinn sem skráður er á hlutabréfamarkað hér á landi hefur til að mynda hækkað um nær 90% í verði frá lágpunkti í lok mars 2020. Þá hafa þær hlutabréfavísitölur sem fylgja hlutabréfaverði banka, svo sem Nasdaq Bank Index og STOXX Europe 600 Banks, hækkað töluvert frá lágpunkti sínum í mars/apríl síðastliðnum þrátt fyrir verulegan samdrátt í heimshagkerfinu. Sumar þeirra nálgast jafnvel nú þau gildi sem þær stóðu í áður en heimsfaraldurinn skall á. Því eru mun hagfelldari skilyrði til sölu banka nú en við upphaf faraldursins þegar óvissa um framvinduna var í hámarki og hlutabréfaverð hafði lækkað mikið.
Opinbert eignarhald bankakerfisins á Íslandi með því mesta sem þekkist
Ríkið er nú meirihlutaeigandi að viðskiptabankakerfi Íslands og er það ekki í fyrsta sinn. Útvegsbankinn var stofnaður eftir gjaldþrot Íslandsbanka árið 1930 og grunnur lagður að bankakerfi með þremur stórum bönkum í ríkiseigu, en auk Útvegsbankans voru Landsbankinn og Búnaðarbankinn í eigu ríkisins. Í hálfa öld var bankakerfið að stórum hluta í höndum ríkisins. Á þeim tíma urðu litlar framfarir í íslenskum fjármagnsviðskiptum. Bankarnir urðu fyrst og fremst tæki stjórnvalda til að ná pólitískum markmiðum, hvort sem var fyrir einstök kjördæmi, einstakar atvinnugreinar eða jafnvel einstök fyrirtæki.
Vert er að minnast þess að eignarhald ríkisins reyndist ekki trygging fyrir því að bankarnir kæmust hjá fjárhagsvandræðum. Seint á níunda áratug síðustu aldar varð Útvegsbankinn gjaldþrota í kjölfar mikils útlánataps. Bankinn var í framhaldinu endurreistur af ríkinu í formi hlutafélags en hann ásamt Alþýðubankanum, Iðnaðarbankanum og Verslunarbankanum mynduðu síðan Íslandsbanka árið 1990. Íslandsbanki, sem ekki var í ríkiseigu, var öflugur banki sem veitti ríkisbönkunum harða samkeppni sem þeir höfðu í raun ekki búið við áður. Landsbankinn varð fyrir miklu útlánatapi í byrjun tíunda áratugarins og þurfti ríkið að leggja bankanum til verulegt fé til að forða honum frá gjaldþroti.
Hefur Íslandsbanki nú verið að fullu í ríkiseigu frá árinu 2015, eða allt eftir að stöðugleikaframlög fengust afhent frá kröfuhöfum föllnu bankanna, m.a. í formi eignarhlutar í bönkunum. Eins og sakir standa heldur ríkisjóður á eignarhlut í 2/3 hluta viðskiptabankakerfisins á Íslandi. Þar sem um áhættusaman samkeppnisrekstur er að ræða er ríkið aftur á móti ekki ákjósanlegur eigandi meirihluta bankakerfisins – hvorki út frá sjónarhóli skattgreiðenda né viðskiptavina bankanna. Vilji yfirvalda til að draga úr umfangi eignarhalds hins opinbera í fjármálakerfinu er skýr skv. stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar: „Eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum er það umfangsmesta í Evrópu og vill ríkisstjórnin leita leiða til að draga úr því.”
Fátítt er að hið opinbera eigi stóran hlut í innlendu fjármálakerfi. Þau ríki sem halda á sambærilegum eignarhluta í innlendu fjármálakerfi og Ísland eru Indland og Hvíta-Rússland. Önnur Evrópulönd halda hins vegar á mun minni hlut, ef einhverjum. Þá er eignarhald annarra Norrænna ríkja í fjármálakerfum sínum hverfandi. Eins og fram kemur í Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið, sem gefin var út árið 2018, hafa flest önnur vestræn ríki metið það sem svo að eignarhald ríkis á viðskiptabönkum í samkeppnisrekstri sé ekki forsenda þess að nauðsynlegir innviðir og stöðugleiki í fjármálakerfinu séu tryggð. Það sé betur gert með regluverki og eftirliti.
Það er eðlilegt að traust almennings til fjármálakerfisins sé enn skert eftir það áfall sem dundi yfir fyrir rúmum áratug. Í dag búa bankar hins vegar við gjörólíkt regluverk og eftirlit í samanburði við það sem þá var. Nú gilda til að mynda strangar reglur sem stuðla að heilbrigðu eignarhaldi, svo sem um hæfi eigenda til að fara með virkan eignarhlut í banka og möguleika þeirra til að beita áhrifum í þágu eigin hagsmuna. Ákjósanlegast væri að í stað ríkissjóðs samanstæði hluthafahópur viðskiptabankanna af fjölbreyttum hópi fjárfesta með víðtæka reynslu af fjármálastarfsemi þar sem ólík sjónarmið fengju að koma fram.
Verulegir fjármunir ríkissjóðs eru bundnir í áhætturekstri
Um 430 milljarðar króna eru nú bundnir í rekstri fjármálafyrirtækja hjá ríkinu sé horft til bókvirðis eigin fjár í Landsbankanum og í Íslandsbanka. Yrðu eignarhlutirnir seldir er þó líklegra að minna fé fengist fyrir þá en bókvirði gefur til kynna, ef marka má verðlagningu annarra banka sem skráðir eru á hlutabréfamarkað. Af þessum sökum eru hlutirnir skráðir á 80% af bókvirði eigin fjár í ríkisreikningi.
Til að áætla markaðsvirði eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka væri ef til vill nærtækast að miða við V/I-hlutfall Arion banka, þar sem viðskiptalíkan, markaður og regluverk bankanna tveggja er vel samanburðarhæft. Almennt er betra að miða við stærra úrtak þegar samanburður á margföldurum eða kennitölum er gerður, en þá þarf að leiðrétta fyrir þáttum sem hafa áhrif á starfsumhverfi fyrirtækja í úrtakinu, svo sem regluverk og markaðsaðstæður, sem og eiginfjárhlutfalli og gæði eigna.
Sé tekið mið af verðlagningu Arion banka, sem og annarra banka sem skráðir eru á markað, er ekki ólíklegt að markaðsvirði Íslandsbanka liggi nú á bilinu 70-90% af bókvirði eigin fjár. Hefur ávöxtun eigin fjár Íslandsbanka verið á svipuðu róli og hinna bankanna tveggja undanfarin ár. Mikilvægt er að hafa í huga að allt til ársins 2016 gætti áhrifa af sölu eigna föllnu bankana í uppgjörum þeirra og því ekki einungis um ávöxtun af reglulegum rekstri að ræða fram að því. Slíkir einskiptisliðir munu ekki endurtaka sig.
Verðlagning bankanna, og fyrirtækja almennt, fer þó fremur eftir væntri arðsemi þeirra í framtíð en ávöxtun þeirra í fortíð. Ekki er auðsótt að meta hver vænt ávöxtun Íslandsbanka er samanborið við Arion banka. Engu að síður er hægt er að nota V/I hlutfall Arion banka sem gróft viðmið um mögulegt markaðsverð Íslandsbanka og Landsbankans þar sem rekstur og starfsumhverfi bankanna þriggja eru svipuð.
Miðað við bókvirði eigin fjár banka ríkisins í lok þriðja ársfjórðungs 2020 væri samsvarandi markaðsvirði þeirra út frá líklegu V/I-hlutfalli þá um 300-390 milljarðar króna eða um 128-164 milljarðar fyrir Íslandsbanka eingöngu. Jafngildir verðmæti eignarhlutar ríkisins í bönkunum tveimur því um 10-15% af landsframleiðslu. Skynsamlegra væri að nýta þessa fjármuni, sem nú eru bundnir í áhættusömum samkeppnisrekstri, til að minnka skuldsetningu ríkissjóðs, draga úr vaxtagreiðslum og mögulega bæta vaxtakjör ríkisins.
Fjármunina má nýta betur
Taka þarf tillit til áhrifa sölu eignarhlutarins á fjármögnun ríkissjóðs við ákvörðun um sölu. Ríkissjóður sér nú fram á að auka skuldsetningu sína verulega (um allt að 1.200 milljarða) í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Af þeim sökum er þetta ákjósanlegur tími til eignasölu til að minnka þörf á slíkri skuldsetningu. Sala eigna myndi draga úr áhættu ríkissjóðs og vaxtakostnaði um leið. Þó vextir séu lágir í sögulegu tilliti eru fjármagnskjör íslenska ríkisins lök í alþjóðlegum samanburði, þrátt fyrir að skuldsetning ríkissjóðs megi e.t.v. teljast hófleg. Sala eigna til að draga úr þörf á skuldsetningu gæti aukið tiltrú fjárfesta á ríkissjóði og bætt þannig fjármögnunarkjör ríkisins.
Ef seldur yrði 25% eignarhlutur í Íslandsbanka á margfaldaranum 0,8, svo dæmi sé tekið, væri unnt að draga úr þörf á skuldsetningu ríkissjóðs sem því nemur eða um 37 milljarða. Þannig gætu sparast vaxtagjöld fyrir rúmlega milljarð árlega, gróflega áætlað. Miðað við mismunandi forsendur um verð og stærð hlutar til sölu má telja líklegt að draga megi úr skuldsetningu ríkissjóðs um 19 - 41 milljarð og að árleg lækkun vaxtagjalda gæti numið á bilinu 550 – 1.175 milljónum ef ráðist verður í sölu á hlutum í Íslandsbanka. Frekari sala á hlutum í kjölfarið myndi draga enn frekar úr þörf á aukinni skuldsetningu og lækka vaxtagjöld enn frekar.
Miðað við stærð félaga í Kauphöll Íslands og nýafstaðið hlutafjárútboð Icelandair má ætla að rými sé fyrir útboð á borð við það sem fyrirhugað er með Íslandsbanka á íslenskum hlutabréfamarkaði. Í útboði Icelandair í september síðastliðnum, þar sem tilboðum fyrir rúmlega 30 milljarða var tekið, var um talsverða umframeftirspurn að ræða – þrátt fyrir að líta hefði mátt á kaup á hlutum í félaginu sem mikla áhættufjárfestingu í ljósi viðkvæmrar stöðu þess.
Þátttaka almennings í útboðinu var mikil sem gefur vísbendingu um að væntingar um aukna þátttöku einstaklinga í hlutafjárútboðum á Íslandi séu raunhæfar. Þá má einnig nefna að sögulega lágt vaxtastig hérlendis gefur tilefni til að ætla að vilji til aukinnar áhættutöku, svo sem fjárfestingar í hlutabréfum, sé meiri en ella. Verði boðinn út hlutur í Íslandsbanka fyrir um 30 milljarða króna yrði stærð þess eignarhlutar sem boðinn verður út í Kauphöllinni ekki ósvipaður markaðsvirði VÍS eða Eikar fasteignafélags. Markaðsvirði Íslandsbanka í heild er þó nær markaðsvirði Arion banka.
Annað og betra regluverk en áður
Viðnámsþróttur bankanna hefur verið aukinn og margfalt meiri kröfur eru nú gerðar um eigið fé bankanna en áður. Þá hafa reglur verið settar sem takmarka óhóflega skuldsetningu þeirra auk þess sem lausafjárreglur hafa verið hertar. Íslenskir bankar ættu því, miðað við allar þær breytingar sem hafa verið gerðar á umgjörð regluverks þeirra, að vera umtalsvert betur í stakk búnir til að takast á við áföll en áður. Þá eru jafnvel uppi sjónarmið um að gengið hafi verið of langt í þeim efnum.
Hlutverk ríkisins á fjármálamarkaði er fyrst og fremst að tryggja bankakerfinu þá umgjörð sem dregur úr óhóflegri áhættu og kostnaði skattgreiðenda, en ekki að annast rekstur fjármálafyrirtækja. Öll önnur vestræn ríki virðast taka undir þau sjónarmið.
Með tilliti til ofangreindra þátta telja SA nú kjörið tækifæri til að bjóða hluta af eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka til sölu í almennu útboði og undirbúa þannig jarðveginn fyrir sölu bankans í heild.
Samtök atvinnulífsins fagna tillögu Bankasýslu ríkisins um að hefja söluferli á hluta af eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka og mættu fyrir fjárlaganefnd Alþingis síðastliðinn fimmtudag til að kynna sín sjónarmið varðandi tillöguna. SA telja tímasetningu almenns útboðs ákjósanlega og að almennt útboð fullnægi skilyrðum um gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni við sölu eignarhlutarins.
Tímasetningin er góð
Í mars síðastliðnum komust fjármálamarkaðir og allt efnahagslíf í uppnám vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Af þeim sökum er skiljanlegt að Bankasýsla ríkisins hafi dregið tillögu sína um sölu eignarhlutar í Íslandsbanka til baka á þeim tíma. Þróun mála síðan hefur þó verið með þeim hætti að rétt er að taka upp þráðinn að nýju. Fjármálamarkaðir hafa staðið storminn af sér og íslensku viðskiptabankarnir hafa einnig sýnt góðan viðnámsþrótt, enda eiginfjárhlutföll þeirra há, eins og reglur hérlendis kveða á um. Afkoma þeirra hefur verið umfram væntingar og hlutabréfaverð Arion banka náð nýjum hæðum. Þá er lausafjárstaða þeirra sterk, bæði í krónum og erlendum gjaldmiðlum.
Óvissa varðandi framvindu efnahagsmála hefur minnkað töluvert frá því í mars. Stuðningur yfirvalda við fjármagnsmarkaði víða um heim hefur stutt vel við hlutabréfaverð. Eini íslenski viðskiptabankinn sem skráður er á hlutabréfamarkað hér á landi hefur til að mynda hækkað um nær 90% í verði frá lágpunkti í lok mars 2020. Þá hafa þær hlutabréfavísitölur sem fylgja hlutabréfaverði banka, svo sem Nasdaq Bank Index og STOXX Europe 600 Banks, hækkað töluvert frá lágpunkti sínum í mars/apríl síðastliðnum þrátt fyrir verulegan samdrátt í heimshagkerfinu. Sumar þeirra nálgast jafnvel nú þau gildi sem þær stóðu í áður en heimsfaraldurinn skall á. Því eru mun hagfelldari skilyrði til sölu banka nú en við upphaf faraldursins þegar óvissa um framvinduna var í hámarki og hlutabréfaverð hafði lækkað mikið.
Opinbert eignarhald bankakerfisins á Íslandi með því mesta sem þekkist
Ríkið er nú meirihlutaeigandi að viðskiptabankakerfi Íslands og er það ekki í fyrsta sinn. Útvegsbankinn var stofnaður eftir gjaldþrot Íslandsbanka árið 1930 og grunnur lagður að bankakerfi með þremur stórum bönkum í ríkiseigu, en auk Útvegsbankans voru Landsbankinn og Búnaðarbankinn í eigu ríkisins. Í hálfa öld var bankakerfið að stórum hluta í höndum ríkisins. Á þeim tíma urðu litlar framfarir í íslenskum fjármagnsviðskiptum. Bankarnir urðu fyrst og fremst tæki stjórnvalda til að ná pólitískum markmiðum, hvort sem var fyrir einstök kjördæmi, einstakar atvinnugreinar eða jafnvel einstök fyrirtæki.
Vert er að minnast þess að eignarhald ríkisins reyndist ekki trygging fyrir því að bankarnir kæmust hjá fjárhagsvandræðum. Seint á níunda áratug síðustu aldar varð Útvegsbankinn gjaldþrota í kjölfar mikils útlánataps. Bankinn var í framhaldinu endurreistur af ríkinu í formi hlutafélags en hann ásamt Alþýðubankanum, Iðnaðarbankanum og Verslunarbankanum mynduðu síðan Íslandsbanka árið 1990. Íslandsbanki, sem ekki var í ríkiseigu, var öflugur banki sem veitti ríkisbönkunum harða samkeppni sem þeir höfðu í raun ekki búið við áður. Landsbankinn varð fyrir miklu útlánatapi í byrjun tíunda áratugarins og þurfti ríkið að leggja bankanum til verulegt fé til að forða honum frá gjaldþroti.
Hefur Íslandsbanki nú verið að fullu í ríkiseigu frá árinu 2015, eða allt eftir að stöðugleikaframlög fengust afhent frá kröfuhöfum föllnu bankanna, m.a. í formi eignarhlutar í bönkunum. Eins og sakir standa heldur ríkisjóður á eignarhlut í 2/3 hluta viðskiptabankakerfisins á Íslandi. Þar sem um áhættusaman samkeppnisrekstur er að ræða er ríkið aftur á móti ekki ákjósanlegur eigandi meirihluta bankakerfisins – hvorki út frá sjónarhóli skattgreiðenda né viðskiptavina bankanna. Vilji yfirvalda til að draga úr umfangi eignarhalds hins opinbera í fjármálakerfinu er skýr skv. stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar: „Eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum er það umfangsmesta í Evrópu og vill ríkisstjórnin leita leiða til að draga úr því.”
Fátítt er að hið opinbera eigi stóran hlut í innlendu fjármálakerfi. Þau ríki sem halda á sambærilegum eignarhluta í innlendu fjármálakerfi og Ísland eru Indland og Hvíta-Rússland. Önnur Evrópulönd halda hins vegar á mun minni hlut, ef einhverjum. Þá er eignarhald annarra Norrænna ríkja í fjármálakerfum sínum hverfandi. Eins og fram kemur í Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið, sem gefin var út árið 2018, hafa flest önnur vestræn ríki metið það sem svo að eignarhald ríkis á viðskiptabönkum í samkeppnisrekstri sé ekki forsenda þess að nauðsynlegir innviðir og stöðugleiki í fjármálakerfinu séu tryggð. Það sé betur gert með regluverki og eftirliti.
Það er eðlilegt að traust almennings til fjármálakerfisins sé enn skert eftir það áfall sem dundi yfir fyrir rúmum áratug. Í dag búa bankar hins vegar við gjörólíkt regluverk og eftirlit í samanburði við það sem þá var. Nú gilda til að mynda strangar reglur sem stuðla að heilbrigðu eignarhaldi, svo sem um hæfi eigenda til að fara með virkan eignarhlut í banka og möguleika þeirra til að beita áhrifum í þágu eigin hagsmuna. Ákjósanlegast væri að í stað ríkissjóðs samanstæði hluthafahópur viðskiptabankanna af fjölbreyttum hópi fjárfesta með víðtæka reynslu af fjármálastarfsemi þar sem ólík sjónarmið fengju að koma fram.
Verulegir fjármunir ríkissjóðs eru bundnir í áhætturekstri
Um 430 milljarðar króna eru nú bundnir í rekstri fjármálafyrirtækja hjá ríkinu sé horft til bókvirðis eigin fjár í Landsbankanum og í Íslandsbanka. Yrðu eignarhlutirnir seldir er þó líklegra að minna fé fengist fyrir þá en bókvirði gefur til kynna, ef marka má verðlagningu annarra banka sem skráðir eru á hlutabréfamarkað. Af þessum sökum eru hlutirnir skráðir á 80% af bókvirði eigin fjár í ríkisreikningi.
Til að áætla markaðsvirði eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka væri ef til vill nærtækast að miða við V/I-hlutfall Arion banka, þar sem viðskiptalíkan, markaður og regluverk bankanna tveggja er vel samanburðarhæft. Almennt er betra að miða við stærra úrtak þegar samanburður á margföldurum eða kennitölum er gerður, en þá þarf að leiðrétta fyrir þáttum sem hafa áhrif á starfsumhverfi fyrirtækja í úrtakinu, svo sem regluverk og markaðsaðstæður, sem og eiginfjárhlutfalli og gæði eigna.
Sé tekið mið af verðlagningu Arion banka, sem og annarra banka sem skráðir eru á markað, er ekki ólíklegt að markaðsvirði Íslandsbanka liggi nú á bilinu 70-90% af bókvirði eigin fjár. Hefur ávöxtun eigin fjár Íslandsbanka verið á svipuðu róli og hinna bankanna tveggja undanfarin ár. Mikilvægt er að hafa í huga að allt til ársins 2016 gætti áhrifa af sölu eigna föllnu bankana í uppgjörum þeirra og því ekki einungis um ávöxtun af reglulegum rekstri að ræða fram að því. Slíkir einskiptisliðir munu ekki endurtaka sig.
Verðlagning bankanna, og fyrirtækja almennt, fer þó fremur eftir væntri arðsemi þeirra í framtíð en ávöxtun þeirra í fortíð. Ekki er auðsótt að meta hver vænt ávöxtun Íslandsbanka er samanborið við Arion banka. Engu að síður er hægt er að nota V/I hlutfall Arion banka sem gróft viðmið um mögulegt markaðsverð Íslandsbanka og Landsbankans þar sem rekstur og starfsumhverfi bankanna þriggja eru svipuð.
Miðað við bókvirði eigin fjár banka ríkisins í lok þriðja ársfjórðungs 2020 væri samsvarandi markaðsvirði þeirra út frá líklegu V/I-hlutfalli þá um 300-390 milljarðar króna eða um 128-164 milljarðar fyrir Íslandsbanka eingöngu. Jafngildir verðmæti eignarhlutar ríkisins í bönkunum tveimur því um 10-15% af landsframleiðslu. Skynsamlegra væri að nýta þessa fjármuni, sem nú eru bundnir í áhættusömum samkeppnisrekstri, til að minnka skuldsetningu ríkissjóðs, draga úr vaxtagreiðslum og mögulega bæta vaxtakjör ríkisins.
Fjármunina má nýta betur
Taka þarf tillit til áhrifa sölu eignarhlutarins á fjármögnun ríkissjóðs við ákvörðun um sölu. Ríkissjóður sér nú fram á að auka skuldsetningu sína verulega (um allt að 1.200 milljarða) í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Af þeim sökum er þetta ákjósanlegur tími til eignasölu til að minnka þörf á slíkri skuldsetningu. Sala eigna myndi draga úr áhættu ríkissjóðs og vaxtakostnaði um leið. Þó vextir séu lágir í sögulegu tilliti eru fjármagnskjör íslenska ríkisins lök í alþjóðlegum samanburði, þrátt fyrir að skuldsetning ríkissjóðs megi e.t.v. teljast hófleg. Sala eigna til að draga úr þörf á skuldsetningu gæti aukið tiltrú fjárfesta á ríkissjóði og bætt þannig fjármögnunarkjör ríkisins.
Ef seldur yrði 25% eignarhlutur í Íslandsbanka á margfaldaranum 0,8, svo dæmi sé tekið, væri unnt að draga úr þörf á skuldsetningu ríkissjóðs sem því nemur eða um 37 milljarða. Þannig gætu sparast vaxtagjöld fyrir rúmlega milljarð árlega, gróflega áætlað. Miðað við mismunandi forsendur um verð og stærð hlutar til sölu má telja líklegt að draga megi úr skuldsetningu ríkissjóðs um 19 - 41 milljarð og að árleg lækkun vaxtagjalda gæti numið á bilinu 550 – 1.175 milljónum ef ráðist verður í sölu á hlutum í Íslandsbanka. Frekari sala á hlutum í kjölfarið myndi draga enn frekar úr þörf á aukinni skuldsetningu og lækka vaxtagjöld enn frekar.
Miðað við stærð félaga í Kauphöll Íslands og nýafstaðið hlutafjárútboð Icelandair má ætla að rými sé fyrir útboð á borð við það sem fyrirhugað er með Íslandsbanka á íslenskum hlutabréfamarkaði. Í útboði Icelandair í september síðastliðnum, þar sem tilboðum fyrir rúmlega 30 milljarða var tekið, var um talsverða umframeftirspurn að ræða – þrátt fyrir að líta hefði mátt á kaup á hlutum í félaginu sem mikla áhættufjárfestingu í ljósi viðkvæmrar stöðu þess.
Þátttaka almennings í útboðinu var mikil sem gefur vísbendingu um að væntingar um aukna þátttöku einstaklinga í hlutafjárútboðum á Íslandi séu raunhæfar. Þá má einnig nefna að sögulega lágt vaxtastig hérlendis gefur tilefni til að ætla að vilji til aukinnar áhættutöku, svo sem fjárfestingar í hlutabréfum, sé meiri en ella. Verði boðinn út hlutur í Íslandsbanka fyrir um 30 milljarða króna yrði stærð þess eignarhlutar sem boðinn verður út í Kauphöllinni ekki ósvipaður markaðsvirði VÍS eða Eikar fasteignafélags. Markaðsvirði Íslandsbanka í heild er þó nær markaðsvirði Arion banka.
Annað og betra regluverk en áður
Viðnámsþróttur bankanna hefur verið aukinn og margfalt meiri kröfur eru nú gerðar um eigið fé bankanna en áður. Þá hafa reglur verið settar sem takmarka óhóflega skuldsetningu þeirra auk þess sem lausafjárreglur hafa verið hertar. Íslenskir bankar ættu því, miðað við allar þær breytingar sem hafa verið gerðar á umgjörð regluverks þeirra, að vera umtalsvert betur í stakk búnir til að takast á við áföll en áður. Þá eru jafnvel uppi sjónarmið um að gengið hafi verið of langt í þeim efnum.
Hlutverk ríkisins á fjármálamarkaði er fyrst og fremst að tryggja bankakerfinu þá umgjörð sem dregur úr óhóflegri áhættu og kostnaði skattgreiðenda, en ekki að annast rekstur fjármálafyrirtækja. Öll önnur vestræn ríki virðast taka undir þau sjónarmið.
Með tilliti til ofangreindra þátta telja SA nú kjörið tækifæri til að bjóða hluta af eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka til sölu í almennu útboði og undirbúa þannig jarðveginn fyrir sölu bankans í heild.
Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe er sagður standa frammi fyrir uppreisn íslenskra bænda eftir kaup á 39 íslenskum bújörðjum frá árinu 2016 fyrir 36 milljónir punda í breska blaðinu Daily Mail. Á núverandi gengi samsvarar það 6,3 milljörðum íslenskra króna, en fjármhæðin kemur fram í reikningum eignarhaldsfélags hans fyrir starfsemina hér á landi, Halicilla.
Lesa fréttKickstarter-bræðurnir, Einar Ágústsson og Ágúst Arnar Ágústsson, opnuðu á dögunum pizzustaðinn Slæs með pompi og prakt. Staðurinn til húsa í Iðnbúð 2 Garðabæ.
Rekstrarfélag staðarins heitir Megn ehf. og er í 100 prósent eigu Einars en Ágúst Örn er skráður í varastjórn félagsins. Athygli vekur að hvergi á heimasíðu veitingastaðarins er rekstrarfélagsins getið en það er skráð fyrir vefsíðu Slæs.
Saksóknari rannsakaði Kickstarter söfnun bræðrannaBræðurnir komust fyrst í fréttirnar fyrir söfnun á bandarísku hópfjármögnunarsíðunni Kickstarter. Söfnuninni var skyndilega lokað eftir að sérstakur saksóknari hóf að rannsaka bræðurnar.
Þá var Einar fundinn sekur um að svíkja 74 milljónir af fjórum einstaklingum árið 2017. Taldi hann fjórmenningunum trú um að þeir væru að leggja féið í fjárfestingasjóð sem hann var sjálfur í forsvari fyrir. Í dómnum kom fram að hann ætti sér engar málsbætur.
Stofnendur ZúistaÞeir bræður hafa einnig komist í fréttir fyrir aðkomu sína að trúfélagi Zúista sem stofnað var árið 2015. Í desember var ákæra héraðssaksóknara á hendur Ágústi og Einari þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur. Bræðurnir voru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í gegn um starfsemi Zúista. Refsiramminn fyrir brotin sem ákært er fyrir er sex ára fangelsi. Bræðurnir neituðu báðir sök og fóru verjendur þeirra fram á frávísun.
Lesa fréttHagkerfið á fullri ferð og skilur önnur stór hagkerfi eftir í rykinu.
Lesa fréttFramkvæmdastjóri Iceland Seafood International í Frakklandi, Francois Ouisse, hefur nýtt sér valrétt sinn til kaupa á tæplega 443 þúsund bréfum í félaginu og selt þau fyrir 3,6 milljóna króna hagnað.
Lesa fréttTölvuárásum sem lama tölvukerfi fyrirtækja og stofnana fjölgaði fjölgaði um 151 prósent á fyrri hluta ársins 2020. Hér er horft til dreifðra álagsárása eða DDoS (e. distributed denial of service attack). Aukninguna má rekja þess að netumferð jókst um meira en helming á tímabilinu vegna aukinnar heimavinnu í COVID-19. Þegar netumferð eykst fjölgar tölvuglæpum, að sögn Anton Más Egilssonar, forstöðumanns öryggis- og skýjalausna hjá Origo.
„DDoS-árásir fela í sér að gríðarmikilli umferð er beint á vefsíðu fórnarlambsins þannig að hún verður óaðgengileg með tilheyrandi kostnaði og rekstrartruflunum. Þeir sem standa að baki árásinni krefjast síðan lausnargjalds fyrir að gera hlé á henni. Tölvuþrjótar geta myndað svona mikla umferð með því að senda gríðarlega margar fyrirspurnir á netþjóna sem þeir hafa brotist inn í, til dæmis með notkun ruslpósts. Vöxtur internets hlutanna (e. Internet of Things) hefur einnig veitt tölvuþrjótum nýja aðgangspunkta að tölvukerfum fyrirtækja, sem oft eru illa varðir,“ segir Anton í pistli á vef Origo.
Anton bendir á að búast megi við áframhaldandi vexti netumferðar og segir að sama skapi að tölvuþrjótar færi sig sífellt upp á skaftið.
„Fyrirtækið Cloudflare í San Francisco er leiðandi á sviði varna gegn DDoS-árásum. Það státar af 42Tb netkerfi og yfir 13 milljónum neteigna í 150 löndum. Allar vefsíður sem eru varðar af Cloudflare fá aðgang að þessu alþjóðlega netkerfi sem tryggir þeim mikinn hraða og öfluga vörn gegn DDoS-árásum. Alþjóðlegt netkerfi Cloudflare er 15 sinnum stærra en stærsta DDoS-árás sem sögur fara af, sem gefur nokkra hugmynd um hversu öflug vörnin er. Origo og Cloudflare hafa tekið upp samstarf sem gerir okkur kleift að bjóða öflugri vernd en áður hefur þekkst,“ segir hann.
Lesa frétt
Félagið utan um Hopp rafhlaupahjólaleiguna var stofnað árið 2019 og halda úti flota rafhlaupahjóla sem viðskiptavinir geta leigt í stutta stund. Í kynningunni eru taldir upp kostir rafhlaupahjóla og þau sögð ódýr, fullkomin fyrir stuttar ferðir, umhverfisvæn og vera lausn á því sem kallað er „the last mile problem“ eða vandinn um síðustu míluna.
Lesa fréttÁ aðalfundi Haga hf. sem haldinn var þann 9. júní 2020 var samþykkt að heimila félaginu að kaupa á næstu 18 mánuðum hlutabréf í félaginu fyrir allt að 10% af heildarhlutafé félagsins í þeim tilgangi að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun, skv. 116. gr. laga um verðbréfaviðskipti eða á grundvelli 1. tölul. 3. mgr. 115. gr. og 2. mgr. 119. gr. laga um verðbréfaviðskipti og reglugerða sem settar eru á grundvelli sömu ákvæða.
Lesa fréttAflaheimildir FISK Seafood aukast um sem nemur 700 þorskígildistonnum. Bátur Ölduóss gerður út frá Stöðvarfirði út yfirstandandi fiskiveiðiár.
Lesa fréttÞar af nam beinn fjárhagsstuðningur um 38,4 milljörðum króna, frestun skattgreiðslna um 9,7 milljörðum króna og veittar lánaábyrgðir um 11,8 milljörðum króna. Stuðningurinn kemur til vegna áhrifa sóttvarnaraðgerða við heimsfaraldri Covid 19.
Lesa frétt