Fréttir
Í dag ganga Bretar til kosninga sem gætu orðið þær mikilvægustu í nútímasögu landsins og er af því tilefni áhugavert að fylgjast með hvaða kjördæmi geta ráðið úrslitum.
Lesa fréttÞórarinn Gunnar Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, sat í vikunni sinn síðasta fund, í bili hið minnsta, sem nefndarmaður í peningastefnunefnd bankans.
Lesa fréttÚrvalsvísitala kauphallar Nasdaq á Íslandi hækkaði um 1,41%, í 2.153,22 stig, í 4,1 milljarða heildarviðskiptum í kauphöllinni í dag.
Lesa fréttÍ grein Jóns Bjarka segir jafnframt fram að markaðir hafi tekið vaxtaákvörðun Seðlabankans í gær og skilaboðum stjórnenda bankans í kjölfarið heldur fálega. „Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa hækkaði um 6 – 13 punkta (hundraðshluta úr prósentu) í kjölfar ákvörðunarinnar, hvort sem litið er til verðtryggðra eða óverðtryggðra vaxtaferla. Raunvextir á skuldabréfamarkaði hækkuðu því í raun um sem nemur u.þ.b. 0,1% eftir ákvörðunina. Frá vaxtaákvörðuninni í nóvemberbyrjun hafa raunvextir hækkað um 40 - 50 punkta hvort sem miðað er við ávöxtunarkröfu verðtryggðra ríkisbréfa eða reiknaða raunávöxtunarkröfu óverðtryggðra bréfa,“ segir í greininni.
Lesa frétt

Í mars 2015 óskaði SPV eftir fresti við FME til að skila ársreikningi vegna ársins 2014. Virðisrýrnun á útlánasafni hafði verið mikil og eigið fé bankans uppurið. Slæm staða sjóðsins spurðir út og var fjallað um málið í fjölmiðlum. Í kjölfarið tóku innlánseigendur út ríflega 700 milljónir króna af reikningum sínum í bankanum.
Lesa fréttMenntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent í Hörpu fimmtudaginn 14. febrúar 2019. Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála. Fyrirtækjum er velkomið að tilnefna sig sjálf.
Tilnefningar sendist í tölvupósti til Samtaka atvinnulífsins á verdlaun@sa.is, eigi síðar en mánudaginn 23. desember.
Verðlaun eru sem fyrr veitt í tveimur flokkum. Menntafyrirtæki ársins er valið og menntasproti ársins útnefndur, en fyrirtæki sem tilnefnd eru verða að uppfylla ákveðin viðmið.
Helstu viðmið fyrir menntafyrirtæki ársins eru:
- að skipulögð og markviss fræðsla sé innan fyrirtækisins
- að sem flest starfsfólk taki virkan þátt
- að haldið sé utan um mælikvarða í fræðslumálum
- að hvatning sé til staðar til frekari þekkingaöflun
Helstu viðmið vegna menntasprota ársins eru:
- að lögð sé stund á nýsköpun í menntun og fræðslu, innan fyrirtækis og/eða í samstarfi fyrirtækja,
- samstarf fyrirtækja og samfélags um eflingu fræðslu, innan sem utan fyrirtækja.
Skýr og skipulögð gögn hjálpa dómnefnd að meta tilnefningar. Vinsamlega skilið greinargerð, að hámarki þrjár A4 blaðsíður þar sem rökstutt er hvers vegna viðkomandi fyrirtæki er tilnefnt og hvernig það uppfyllir viðmiðin sem liggja til grundvallar. Ekki þarf að senda eða prenta fylgiskjöl.
Verðlaunin verða veitt á Menntadegi atvinnulífsins 5. febrúar 2020 en þetta er í sjöunda sinn sem dagurinn er haldinn. Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins.
Það verður forvitnilegt að sjá hvaða fyrirtæki bætast í hóp þeirra fyrirtækja sem hafa hlotið verðlaunin til þessa. Höldur er menntafyrirtæki ársins 2019 og Friðheimar menntasproti ársins 2019. Opnað verður fyrir skráningu á Menntadag atvinnulífsins á nýju ári.
Tengt efni:
Menntadagur atvinnulífsins 2019 í Sjónvarpi atvinnulífsins
Lesa fréttAðalheiður er viðskiptafræðingur með meistarapróf í verkefnastjórnun (MPM) og frekara nám í þeim fræðum frá Stanford Center for Professional Development. Hún hefur langa reynslu af verkefnastjórn í íslensku atvinnulífi. Frá 2011 starfaði hún sem verkefnisstjóri hjá Össuri og leiddi alþjóðlega verkefnastofu Össurar frá árinu 2016. Þá hefur Aðalheiður sinnt stundakennslu í verkefnastjórnun á meistarastigi meðfram vinnu síðustu ár.
Lesa fréttDregið hefur úr fækkun erlendra ferðamanna á síðustu mánuðum.
Lesa frétt
Aðalheiður Sigurðardóttir hefur verið ráðin í nýtt starf forstöðumanns verkefnastofu hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Hlutverk hennar og samstarfsfólks verður að veita faglega forystu um verkefnamenningu hjá Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélögunum; Veitum, Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur.
Aðalheiður er viðskiptafræðingur með meistarapróf í verkefnastjórnun (MPM) og frekara nám í þeim fræðum frá Stanford Center for Professional Development. Hún hefur langa reynslu af verkefnastjórn í íslensku atvinnulífi. Frá 2011 starfaði hún sem verkefnisstjóri hjá Össuri og leiddi alþjóðlega verkefnastofu Össurar frá árinu 2016. Þá hefur Aðalheiður sinnt stundakennslu í verkefnastjórnun á meistarastigi meðfram vinnu síðustu ár.
Stofnun verkefnastofu hjá OR er liður í því að innleiða aðferðir verkefnisstjórnunar þvert á alla starfsemi OR-samstæðunnar. Stýring einstakra verkefna verður hér eftir sem hingað til á ábyrgð og hendi sviða og dótturfélaga innan samstæðunnar.
The post Aðalheiður til OR appeared first on Samorka.
Lesa fréttÍ ákvörðun PFS er vikið að þeim breytingum sem þingið gerði á frumvarpi til nýrra póstlaga áður en lögin voru samþykkt. Breytingin felur í sér að Pósturinn verður að bjóða sama verð á alþjónustu sinni um land allt en viðbúið er að það leiði til þess að fyrirtækið verði verðlagt út af markaði á virkum markaðssvæðum. Að mati PFS er eðlilegt að ríkið beri kostnaðinn af þessari kvöð.
Lesa fréttHvaða hugtak notum við þegar báðir vinna leik? Ef ykkur dettur eitthvað heppilegt í hug væri við hæfi að nota það um vel heppnuð viðskipti George Lucas og Disney um árið.Í næstu viku verður þriðja og síðasta kvikmynd þriðja þríleiks Star Wars frumsýnd og nýverið hóf The Mandalorian göngu sína á nýrri streymisveitu Disney. Þar á bæ hefur hundruðum milljarða verið varið í að byggja upp og dreifa vörumerkinu. Hver dropi er kreistur úr R2D2 og félögum og almennt virðist það hafa gengið afar vel.Þær fjórar kvikmyndir sem þegar hafa verið sýndar í kvikmyndahúsum í tíð Disney reiknast okkur til að hafi skilað fyrirtækinu um 350 milljarða króna hagnaði og þá eru tekjur af streymi myndanna, varningi og sjónvarpsefni ekki taldar. Slagar afgangur af miðasölu einn og sér því hátt í þá 500 milljarða króna sem Lucas fékk við vistaskipti Lucasfilm yfir til Disney á haustmánuðum 2012. Helmingnum stakk hann í vasann en hinn helminginn fékk kappinn í formi hlutabréfa, sem síðan hafa þrefaldast í verði.Þó eitt og eitt andvarp heyrist frá Skywalker Ranch getur Lucas tæplega kvartað yfir viðskiptum sínum við Disney. Þar á bæ skellihlær fjármálasviðið sömuleiðis þrátt fyrir að viðtökur skemmtigarðsins Galaxy’s Edge og kvikmyndarinnar um Han Solo hafi verið nokkuð undir væntingum þar sem heildarávinningurinn af yfirtöku vörumerkisins gefur Disney nær ótakmarkaða tekjumöguleika til framtíðar. Og þeir möguleikar verða svo sannarlega nýttir. Þar liggur mergurinn málsins og ástæða þess að báðir aðilar græddu svo óskaplega á viðskiptunum 2012.
.Stærð og fjárhagslegur styrkur Disney gefur fyrirtækinu nefnilega færi á að gera svo miklu meira úr vörumerki Star Wars en Lucas gat sjálfur. Hvort sem okkur líkar betur eða verr mun Disney halda áfram að breiða yfir okkur alls kyns skemmtun og það er ekki ólíklegt að við tökum fagnandi þátt í því og millifærum til þeirra dágóðan skammt launanna okkar.Spurningunni í titli greinarinnar mætti því svara játandi. Það græddu allir á Star Wars. Nema sá sem greiddi 1.000 krónur fyrir bláa mjólk í skemmtigarðinum. Hann tapaði.Höfundur er deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka.
Lesa fréttSegir Persónuvernd að eftirlitið með að viðkomandi sé staddur hér á landi samrýmist ekki lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, meðan ekki er hægt að staðfesta áreiðanleika þeirra. Á sama tíma eru lög um að þiggjendur bóta þurfi að vera staddir hér á landi skýr, utan sérstakra heimilda.
Lesa fréttVerkefnastofa Borgarlínu hefur skipað hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu. Hönnunarteymið mun vinna frumdrög að fyrstu framkvæmdum Borgarlínu.
Lesa fréttEkki er komið í ljós hvenær opnað verður fyrir miðasölu hjá Play.
Þann 5. nóvember héldu forsvarsmenn flugfélagsins Play fund í Perlunni og kynntu áfrom sín. Þar kom fram að stefnt væri að því að hefja sölu á flugmiðum í nóvember og að jómfrúarflugið yrði í desember þar sem félagið væri á lokametrunum í undirbúning. Síðan þá hefur verið greint frá því að hægar gangi að safna hlutaféi heldur en áætlað var.
Fyrr í mánuðinum var svo greint frá því að stofnendur og stjórnendur buðust til að minnka hlutdeild sína í Play í 30% á móti 70% eignarhlut þeirra fjárfesta sem fást til að leggja félaginu til um 1700 milljónir króna í nýtt hlutafé.
Í fyrirspurn Mannlífs til Play um hvort komið sé í ljós hvenær miðasala fer í gang kemur fram að það sé enn óljóst.
„Nei, en við vonum að það fari að styttast,“ segir í svarinu við fyrirspurn Mannlífs.
Sjá einnig: Bjóðast til að minnka hlut sinn úr 50% í 30%
Þessi grein birtist fyrst á Mannlíf.is
Ekki ljóst hvenær miðasala hefst
Hollywood kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur náð samkomulagi upp á 47 milljón dala bótagreiðslur vegna ásaka á hendur honum sem voru að mati margra kveikjan að MeToo samfélagsmiðlaherferðinni.
Lesa fréttÍslensk verðbréf hf., kt. 610587-1519, hafa afsalað sér heimildum félagsins til:
- sölutryggingar í tengslum við útgáfu fjármálagerninga og/eða útboð fjármálagerninga, sbr. f-lið 1. töluliðs 1. mgr. 25. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki,
- veitingar lánsheimilda, ábyrgða eða lána til fjárfestis þannig að hann geti átt viðskipti með einn eða fleiri fjármálagerninga ef verðbréfafyrirtæki sem veitir lánsheimildina eða lánið annast viðskiptin, sbr. b-lið 2. töluliðs 1. mgr. 25. gr. laga um fjármálafyrirtæki, og
- þjónustu í tengslum við sölutryggingu, sbr. d-lið 2. töluliðs 1. mgr. 25. gr. laga um fjármálafyrirtæki.

Sala á áfengi hefur aukist um 3,13% það sem af er ári ef miðað er við sama tíma á síðasta ári. Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins.
Þar kemur fram að mikil aukning hefur orðið í sölu freyðivíns og kampavíns en alls hafa selst um 205 þúsund lítrar af kampavíni og freyðivíni það sem af er ári. Söluaukningin nemur tæpum 32% ef miðað er við árið 2018. Hvítvíns- og rósavínssala eykst á meðan
rauðvínssala stendur í stað.
Tölur ÁTVR sem Morgunblaðið vísar í leiða einnig í ljós að meira selst af jólabjórnum í ár og söluaukningin 3,75%. Þá er Tuborg vinsælasti jólabjórinn en tæplega 48% allra seldra jólabjóra er frá Tuborg.
Þessi grein birtist fyrst á Mannlíf.is
Landsmenn sólgnir í kampavín og jólabjór

Samtals er salan á neftóbakinu á árinu tæplega 43 þúsund kíló. Sala á freyðivíni og kampavíni hefur numið um 205 þúsund lítrum en söluaukningin á því hefur numið tæplega 32%. Söluaukningin á blönduðum drykkjum hefur numið 29%, og svo hefur salan á öðrum bjórtegundum vaxið um 12,3%.
Lesa frétt
