Fréttir
Íslensk-bandaríski skyrframleiðandinn Icelandic Provisions lauk nýverið 3,5 milljóna dollara skuldabréfaútboði, en fjárhæðin samsvarar ríflega 440 milljónum íslenskra króna.
Lesa frétt
Ein röksemda Ingvars Smára Birgissonar, lögmanns Magnúsar Garðarssonar í máli Arion banka gegn honum, fyri sýknu var að bankinn hefði „sýnt af sér stórkostlegt tómlæti við innheimtu skuldarinnar“. Hún hefði gjaldfallið í september 2017, tilkynning um vanskil hafi verið send í nóvember það ár og innheimtubréf í byrjun árs 2018.
Lesa fréttBjörn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar Íslandsbanka, segir mikil tækifæri fyrir Ísland fólgin í að laða að hingað alþjóðleg rafíþróttamót. Ólafur Hrafn Steinarsson formaður Rafíþróttasambands Íslands segir landið hafa alla innviði og aðra burði til að vera mjög ákjósanlegur staður í því sambandi, enda mótið í sumar eitt stærsta rafíþróttamót heimsins og hörð samkeppni um að fá að halda það.
Lesa frétt„Þau áherslumál sem Píratar lögðu upp með upprunalega eru komin mjög aftarlega á forgangslistann. Píratar höfðu mikla sérstöðu, með mikla áherslu á lýðræði á stafrænum tímum og var eini flokkurinn sem hafði nægjanlega mikla tækniþekkingu til að skilja hvað lagasetning gæti haft mikil áhrif, án þess að fólk væri meðvitað um það, á okkar borgaralegu réttindi. Þeir eru með fullt af góðum málefnum en ég er ekki að tengja við neinn af þessum flokkum,“ sagði Birgitta þó það ætti kannski eftir að breytast þegar styttist í kosningar. Píratar svipuðu orðið mjög til Samfylkingarinnar að sögn Birgittu.
Lesa fréttÞað sem ég tók eftir þegar ég kom fyrst hingað inn er þessi magnaði Krónuandi og góða stemning sem ríkir meðal starfsfólksins. Að sama skapi er ljóst að hér leggur fólk hart að sér og hikar ekki við að ganga í verkin, enda af nógu að taka í þessum dýnamíska geira," segir Guðrún Aðalsteinsdóttir, sem nýlega tók við sem forstöðumaður nýs sameinaðs innkaupa og vörustýringarsviðs Krónunnar.
Lesa fréttHlutafé félagsins Grósku ehf. var nýlega aukið um 737 milljónir króna, úr 1.350 milljónum króna í 2.087 milljónir króna. Umrætt félag er eigandi Grósku hugmyndahúss, sem nýlega var reist í Vatnsmýrinni og inniheldur m.a. höfuðstöðvar tölvuleikjaframleiðandans CCP.
Lesa frétt„Við hittumst í menntaskóla og fórum að vinna þar saman að verkefni á námskeiði sem var haldið fyrir unga frumkvöðla,“ segir Calle Rosengren, annar stofnanda fyrirtækisins Farsking í Svíþjóð en síðustu tvö ár hafa þau, hann og Amanda Larsson, hinn stofnandinn fengið verðlaun sem besta granólað tvö ár í röð í Svíþjóð í verðlaununum Arets basta produkt sem veitt eru árlega í nokkrum flokkum.
Calle segir að markmið þeirra eftir að hafa farið á námskeiðið hafi verið að stofna fyrirtæki og vera með einhverja vöru til að selja út það skólaár.
„Þá var hugmyndin svipuð því sem hún er núna – heilsusamlegt granóla fyrir börn – en þá var meiri áhersla lögð á börn en er í dag. Við áttum frábært ár þá og ákváðum í kjölfarið að halda áfram. Þar var árið 2014 og svo þegar við útskrifuðumst árið 2016 fórum við að vinna fyrir fyrirtækið okkar í fullu starfi,“ segir Calle.
Hann segir að þau séu enn lítið og ungt fyrirtæki á markaði en að þau séu mjög spennt að varan þeirra sé komin á markað utan Svíþjóðar en Ísland er fyrsta landið sem tekur það í sölu. Spurður hvort hann hafi ráð fyrir unga frumkvöðla segir Calle að úthald sé líklega það mikilvægasta til að hafa í slíkri vinnu.
„Í kringum frumkvöðulsstarf er í dag gefin rómantískur blær með því að gefa til kynna fimmtán tíma vinnudag en að á sama tíma nái fólk að sinna fjölskyldu og vinum, eða í raun vera einhvers konar ofurmanneskja. En nær allt sem kemur að því að stofna fyrirtæki tekur alltaf miklu lengri tíma en þú heldur. Að vinna sig í gegnum það góða og það slæma en að hafa samt úthald í að halda áfram er eitthvað sem við teljum mikilvægara en nokkuð annað. En fyrir utan það, þá bara snýst það um að taka fyrsta skrefið,“ segir Calle.
Hann segir að það skipti ekki máli að fólk hafi sérþekkingu sem það telji sig þurfa hafa því maður neyðist til að læra allt á leiðinni.
„Of hafðu frábæran meðstofnanda, það gerir ferðalagið í það minnsta skemmtilegt,“ segir hann.
Lesa fréttTekjur I.Á. Hönnunar ehf., móðurfélags Skagans 3X, dróst saman um 55% á fyrstu átta mánuðum ársins 2020 miðað við sama tímabil fyrir ári, vegna heimsfaraldursins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnar félagsins með ársreikningi ársins 2019. Stjórnendur félagsins telja fyrst og fremst um tímabundinn samdrátt að ræða og hliðrun á tekjum.
Lesa fréttVandamál Íslandspósts eru á ábyrgð stjórnenda og meirihluta stjórnarflokkanna en skrifast ekki á einn fulltrúa minnihlutans á Alþingi. Þetta skrifar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, á Facebook-síðu sína en tilefnið er að fulltrúa flokksins í stjórn Póstsins var hent úr henni á aðalfundi síðastliðinn föstudag.
Lesa fréttÍ mars árið 2012 veitti Ingveldur Einarsdóttir, þá dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, húsleitarheimild í nokkrum fyrirtækjum vegna meintra brota útgerðarfélagsins Samherja á lögum um gjaldeyrismál. Eitt af þessum fyrirtækjum reyndist skipasmíðastöð í Póllandi, sem hafði orðið gjaldþrota þremur árum áður, og tengist Samherja ekki með nokkrum hætti. Tvö félaganna voru bresk ráðgjafafyrirtæki sem höfðu engin tengsl við Samherja. Dómarinn virðist ekki hafa sannreynt þau gögn sem Rannveig Júníusdóttir, þá lögfræðingur Seðlabankans, lagði fram til grundvallar húsleitinni. Rannveig er í dag framkvæmdastjóri á skrifstofu bankastjóra Seðlabankans og Ingveldur er dómari við Hæstarétt.
Lesa fréttGuðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, ræðir Heimstorg Íslandsstofu, sem er ný upplýsinga- og samskiptagátt sem ætluð er fyrirtækjum sem leita viðskiptatækifæra í þróunarlöndum og víðar, í viðtali í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.
Lesa fréttHugmyndin er að taka lífrænan massa, á borð við tað, matarúrgang eða hamp, og breyta honum í kol. Þau er síðan hægt að nýta á hefðbundinn hátt eða sem áburð fyrir bændur,“ segir Ársæll Markússon, eigandi 1000 ára sveitaþorps, sem stendur að verkefninu. Hugmyndin, sem hefur hlotið nafnið KindaKol, er eitt sex verkefna í Startup Orkídeu á vegum Icelandic Startup.
Lesa fréttAurora Acquisition Corp, fjárfestingarfélag sem Björgólfur Thor Björgólfsson leiðir, hefur lokið frumútboði 22 milljóna hluta, á genginu 10 dollarar á hlut. Þá fylgir hverjum hlut fjórðungs kaupréttur á hlut á 11,5 dollara. Bréfin hafa verið skráð á Nasdaq Capital Market undir merkinu AURCU.
Lesa fréttHlutafé Kynnisferða, stærsta rútufyrirtækis landsins, var aukið um 355 milljónir króna í janúar síðastliðnum með breytingu á víkjandi hluthafaláni. Fjárfestingafélagið Alfa lagði til 231 milljón og SF VII, sem er að mestu í eigu framtakssjóðsins SÍA II, lagði til 124 milljónir.Samruni Kynnisferða og Eldeyjar, sem er fjárfestingafélag í ferðaþjónustu í stýringu hjá Íslandssjóðum, er til meðferðar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Lesa fréttHlutafé fjártæknifyrirtækisins Two Birds hefur verið aukið um 55 milljónir króna, úr 75 milljónum króna í 130 milljónir króna.
Lesa fréttMicrosoft segir þrjótana hafa reynt að stela gögnum frá rannsóknaraðilum smitsjúkdóma, lögfræðistofum, háskólum og öryggisverktökum.
Lesa frétt„Farið hefði betur á því hjá stjórnendum MS að biðjast afsökunar á framgöngu sinni gagnvart íslenskum neytendum og þeim sem þeir brutu alvarlega á,“ segir í tilkynningu frá fyrrverandi stjórnendum og eigendum Mjólku og Mjólkurbúsins KÚ ehf. vegna dóms Hæstaréttar Íslands í máli Mjólkursamsölunnar sem féll í vikunni.
Eins og greint var frá á fimmtudag var sekt MS vegna brota á samkeppnislögum upp á 480 milljónir króna staðfest. Er MS gert að greiða 440 milljónir en áður var 40 milljóna sekt staðfest fyrir dómstólum.
Í tilkynningunni, sem Ólafur M. Magnússon, fyrrverandi eigandi mjólkurbúanna KÚ og Mjólku, sendi kemur fram það sé fyrrum forsvarsmönnum og eigendum mikils virði að fá þessa niðurstöðu eftir 16 ára erfiða og óvægna baráttu.
Lesa fréttWest Texas Intermediate (WTI) hráolía til afhendingar í apríl hækkaði um 3,5% í gær og stóð verðið í 66,09 dollurum á tunnu á New York Mercantile Exchange markaðnum. Nærmánaðar samningsverð (e. Front-month contract prices) höfðu ekki verið hærri síðan í apríl 2019.
Lesa fréttÖryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) telur hugmyndir Miðflokksins um að gera Alexandersflugvöll á Sauðárkróki að varaflugvelli fyrir Keflavíkur- Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvöll vera með öllu óraunhæfar.
Lesa fréttVikuleg teikning Halldórs Baldurssonar í Viðskiptablaðinu 4. mars 2021.
Lesa fréttHeimstorg Íslandsstofu, ný upplýsinga- og samskiptagátt sem ætluð er fyrirtækjum sem leita viðskiptatækifæra í þróunarlöndum og víðar, var opnað í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, opnaði Heimstorgið formlega í athöfn sem fram fór í Hörpu við þetta tilefni.
Lesa fréttBorgaryfirvöld, með Dag B. Eggertsson borgarstjóra í broddi fylkingar, hafa samþykkt aðgerðaráætlun í loftslagsmálum frá 2021 til 2025. Í þessari áætlun er ýmislegt gott enda jákvætt að stefna að kolefnishlutleysi. Hrafnarnir staldra þó við nokkur atriði. Borgaryfirvöld notast t.d. við aðra skilgreiningu á orkuskiptum en ríkisstjórnin.
Lesa fréttAðalmeðferð fór fram í vikunni í máli Arion banka gegn Magnúsi Ólafi Garðarssyni, fyrrverandi forstjóra United Silicon. Bankinn krefst þess að sér verði dæmd heimild til að gera fjárnám í fasteign Magnúsar á Kársnesi samkvæmt tryggingarbréfi sem Tomahawk Development á Íslandi hf. (TDÍ) gaf út. Forstjórinn fyrrverandi krefst á móti sýknu meðal annars á þeim grunni að bankinn hafi sýnt af sér tómlæti við innheimtuna.
Lesa frétt



Björgólfur fer yfir feril sinn hjá Icelandair Group, allt frá því að hann tók við flugfélaginu rétt fyrir fjármálahrunið 2008. Einnig ræðir hann um samkeppnina við WOW, samskiptin við stéttarfélögin, fjárfestingu í flugrekstri á Grænhöfðaeyjum sem hann hefur enn trú á og margt fleira.
Lesa fréttEik fasteignafélag hf. hefur nú lokið sölu á nýjum skuldabréfaflokki, EIK 100327.
Lesa fréttNúverandi stjórnarmenn Icelandair gáfu allir kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Hún skipar Úlfar Steindórsson, Svafa Grönfeldt, Guðmundur Hafsteinsson, John F. Thomas og Nina Jonsson.
Lesa frétt
Sjá meðfylgjandi tilkynningar um viðskipti fruminnherja hjá Vátryggingafélagi Íslands:
Lesa fréttIcelandair Group hf.: Candidates for the Board of Directors of Icelandair Group at the AGM on 12 March 2021
Lesa fréttFastir vextir á þriggja ára óverðtryggðum húsnæðislánum munu hækka úr 4,10% í 4,20% og úr 5,20% í 5,30% á viðbótarhúsnæðislánum. Vaxtakjör Íslandsbanki í þessum flokki eru enn með þeim hagstæðustu á markaðnum. Arion banki lækkaði sína föstu óverðtryggðu íbúðalánavexti til þriggja ára úr 4,49% í 4,20% þann 23. febrúar síðasta. Þá býður Landsbankinn upp á 4,25% vexti í þessum flokki.
Lesa fréttÞórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, minister of innovation, has appointed the first board of Kría, a new public innovation fund that has been dubbed as the “Icelandic Venture Initiative”. On Thursday the minister also signed regulation which enables Kría to start operating.
According to the government’s budget plans, the new fund will be able to invest 8 billion ISK ($62m) over the next five years. Kría will invest in VC funds as an LP, but the initiative draws on experience from other similar regional efforts like the Yozma initiave in Israel, Swedish Venture Initiatve and Dutch Venture Initiative.
(Disclaimer: Kristinn from Northstack has been consulting with the ministry on this topic and others, and has also been appointed as chairman of the board of the new fund.)
“I’m proud and glad that Kría has now taken off,” said the minister in a press release on Thursday, but the name of the fund is the Icelandic word for Arctic Tern, a migratory bird that dwells in Iceland over the summer months.

Gylfadóttir first announced the plans for Kría at the Federation of Icelandic Industry’s (SI) Technology Summit in 2019. The Venture Initiative was passed into law last year and can now formally start operating.
The goal of the initiative is to develop the environment for seed funding in Iceland, so that Icelandic start-ups can have access to specialized VC funds in their growth periods.
The first board of Kría is appointed for a 4 year period, but the administration of the fund will be in the hands of The New Business Venture Fund on the basis of a contract with the ministry.
Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, Northstack’s founder and advisor, has been appointed as chairman of the board. Other board members are investor Ari Helgason, lawyer Eva Halldórsdóttir, ministerial assistant Hildur Sverrisdóttir and Pétur Már Halldórsson, the CEO of Nox Medical.
Sign up for The Northstack Memo, our newsletter covering the Icelandic startup, innovation and venture capital scene.
