Um IPO.is
IPO.is er þjónusta fyrir fjármálafyrirtæki þróuð og rekin af Keldunni ehf.. Keldan er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem þróar hugbúnaðarlausnir fyrir fjármálafyrirtæki.
Nánari upplýsingar um Kelduna er að finna hér.
Þjónusta IPO.is
Á IPO.is geta fjármálafyrirtæki stofnað og haft umsjón með hlutafjárútboðum. Með því að nota IPO.is losna fjármálafyrirtæki við að smíða vef fyrir hvert útboð sem farið er í.
Á IPO.is getur almenningur og fyrirtæki skoðað upplýsingar um útboð og skráð sig fyrir þátttöku.
Hvernig virkar IPO.is
- Fjármálafyrirtæki gerir samning við Kelduna um þjónustu IPO.is.
- Fjármálafyrirtæki stofnar nýtt útboð.
- Skráir skilmála útboðs.
- Skráir upplýsingar um opnunartíma og lokunartíma útboðs.
- Fjármálafyrirtækið auglýsir útboðið og almennum fjárfestum er boðið að skrá sig á IPO.is.
- Fjárfestar geta skoðað útboð sem eru í boði á IPO.is
- Fjárfestar sem vilja taka þátt geta sótt um aðgang.
- Lykilorð og notendanafn er sent í heimabanka umsækjanda.
- Fjárfestar geta skráð sig inn og skráð inn tilboð á meðan opið er fyrir útboð.
- Fjármálafyrirtækið vinnur úr tilboðum og sendir út greiðsluseðla.
Svona einfalt er það !