Um Kelduna
Keldan ehf. er þjónustufyrirtæki stofnað á haustdögum 2009 og er nú í fararbroddi í upplýsingamiðlun á Íslandi.
Keldan veitir aðgang að öllum helstu skrám sem reknar eru af opinberum aðilum á Íslandi. Keldan rekur meðal annars þjónusturnar Keldan.is, Keldan app og Vaktarinn.is.
Markaðurinn
Markaðurinn birtir nýjustu viðskiptafréttir, gengi gjaldmiðla, sjóða auk hluta og skuldabréfa.
Áskrift að Keldunni veitir m.a. aðgang að ársreikninga- og hlutafélagaskrá RSK, fasteignaskrá, Lögbirtingablaðinu, ökutækja og þjóðskrá. Áskrifendur sjá ítarlegri upplýsingar heldur en almennir notendur.


Einstaklingar
Upplýsingar um aðild einstaklinga að hlutafélögum og hlutverk viðkomandi hjá hverju félagi sem hann tengist. Leit í Lögbirtingablaðinu eða þjóðskrá.

Vaktarinn
Á hverjum degi birtast yfir 6 þúsund fréttir, greinar og athugasemdir á netinu um fyrirtæki, vörumerki og einstaklinga á Íslandi. Vaktarinn er hugbúnaður sem að safnar saman gögnum af netinu í rauntíma. Notendur Vaktarans geta leitað í gagnasafni Vaktarans og tekið saman skýrslu um ákveðin leitarorð.

Keldan App
Keldan app er farsímaforrit fyrir einstaklinga. Appið gerir notendum kleift að fylgjast með gengi hlutabréfa og gjaldmiðla í rauntíma og viðskiptafréttum um leið og þær birtast. Keldan safnar saman viðskiptafréttum, innlendum sem erlendum, frá öllum helstu fréttaveitum landsins. Appið er fáanlegt fyrir iPhone og Android síma.

Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri
Keldan og Viðskiptablaðið taka saman lista yfir þau fyrirtæki sem teljast til fyrirmyndar í rekstri á hverju rekstrarári fyrir sig.
Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2019

Markhópalistar
Í gagnagrunni Keldunnar er að finna fjárhagsupplýsingar flestra fyrirtækja á Íslandi.